Hoppa yfir valmynd
7. september 2001 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ráðstefnan "Fjársjóður til framtíðar" Listir og skapandi starf í skólum

Til þeirra er málið varðar

Ráðstefnan "Fjársjóður til framtíðar"
Listir og skapandi starf í skólum

Menntamálaráðuneytið efnir til ráðstefnu um listir og listkennslu í skólum í Borgarleikhúsinu laugardaginn 6. október nk. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Bandalag íslenskra listamanna, Kennarasamband Íslands, og Samband íslenskra sveitarfélaga. Á ráðstefnunni verður fjallað um listir og listkennslu á öllum skólastigum og munu listamenn og sérfræðingar fjalla um mismunandi listgreinar sem kenndar eru í skólum landsins.
Dagskrá ráðstefnunnar fylgir hér með og væntir ráðuneytið þess að sem flestir sjái sér fært að sækja ráðstefnuna.

(september 2001)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta