Hoppa yfir valmynd
8. september 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 081, 09. september 2001: Flugskeytaæfingar rússneska flughersins yfir Norður-Atlantshafi

Utanríkisráðuneytið

Fréttatilkynning

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________

Nr. 081


Utanríkisráðuneytinu barst í gær orðsending frá rússneska sendiráðinu í Reykjavík þess efnis að rússneski flugherinn myndi halda æfingar með flugskeytum yfir Norður-Atlantshafi dagana 10. til 15. september frá kl. 2 á nóttunni til kl.15 síðdegis alla dagana. Í orðsendingunni er æfingasvæðið nánar tilgreint, en það nær frá suðurodda Grænlands, austur til Noregs og allt norður í Barentshaf. Ljóst er að æfingin tekur til stórs hluta íslenska flugstjórnarsvæðisins.
Miðað við þær upplýsingar er fyrir liggja gæti þurft að loka heræfingasvæðinu fyrir farþegaflugi af öryggisástæðum og mun það hafa verulega röskun í för með sér fyrir alla flugumferð um Norður-Atlantshaf.
Vegna þessa kallaði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, staðgengil sendiherra Rússlands á sinn fund í dag og lýsti áhyggum vegna alvarlegra afleiðinga æfingarinnar á farþegaflug og óskaði frekari upplýsinga sem allra fyrst, svo komast mætti hjá lokun svæðisins.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 9. september 2001.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta