Hoppa yfir valmynd
11. september 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 084, 11. september 2001: Rússar hætta við heræfingu að sinni.

Utanríkisráðuneytið

Fréttatilkynning

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________


Nr. 084


Sendiherra Íslands í Moskvu gekk í morgun á fund rússneska utanríkisráðuneytisins og óskaði eftir enn frekari upplýsingum um fyrirhugaða heræfingu rússneska flughersins á Norður-Atlantshafi, svo koma mætti í veg fyrir að æfingin hindraði farþegaflug á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Skömmu eftir hádegi í dag veitti utanríkisráðuneyti Rússlands umbeðnar upplýsingar þannig að æfingin gæti farið fram án teljandi röskunar fyrir farþegaflug á Norður-Atlantshafi.

Utanríkisráðuneytinu barst svo síðdegis í dag tilkynning frá rússneskum stjórnvöldum þar sem fram kemur að hætt hafi verið við heræfinguna að þessu sinni í ljósi þeirra voðaverka sem framin voru í Bandaríkjunum í dag.





Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 11. september 2001.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta