Hoppa yfir valmynd
11. september 2001 Dómsmálaráðuneytið

Viðbragðsáætlanir vegna hryðjuverka í Bandaríkjunum

Viðbragðsáætlanir vegna hryðjuverka í Bandaríkjunum

Fréttatilkynning

Nr. 29/ 2001


Dómsmálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, fundaði síðdegis með Ríkislögreglustjóra, fulltrúum lögreglunnar í Reykjavík, fulltrúum Almannavarna og forstjóra Landhelgisgæslunnar.

Farið var yfir viðbragðsáætlanir þessara aðila gegn hugsanlegri vá og þær upplýsingar sem lágu fyrir um atburðina í Bandaríkjunum. Stefnt er að því að sömu aðilar hittist aftur um hádegi á morgun og meti þá stöðuna. Jafnframt var rætt um að bjóða fram aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar við rústaleit .


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
11. september 2001.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum