Hoppa yfir valmynd
12. september 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Forsíðufrétt - Ráðherra á fundi WHO um fátækt í Evrópu

Heilbrigðisráðherra sækir fund WHO í Madrid - fátækt og áfengisvarnir í Evrópu efst á baugi
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, sækir í dag og á morgun haustfund Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Evrópu en fundurinn er í Madrid. Megin efni fundarins er fátækt og áfengisvarnir í Evrópu, en samkvæmt upplýsingum sem forsvarsmenn AHS settu fram á fyrsta fundardegi eru 165 milljónir manna í Evrópu undir mörkum fátæktar. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur lýst vaxandi áhyggjum sínum af versnandi heilsufari sem er fylgifiskur fátæktar í álfunni eins og annars staðar og því er fátæktin sett í brennipunkt nú. Nánari upplýsingar um megin efni ráðstefnunnar er hægt að nálgast á meðfylgjandi vefsíðu:
http://www.who.dk/cpa/Backgrounders_2001/pback_2001.htm

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta