Hoppa yfir valmynd
17. september 2001 Matvælaráðuneytið

Fundarhöld í Washington. 17.09.01

Fréttatilkynning



Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur í vikunni átt fundi með bandarískum stjórnvöldum, þingmönnum og hagsmunaaðilum um sjávarútvegsmál þar sem meðal annars voru rædd viðhorf til stjórnunar fiskveiða, mikilvægi umhverfismerkinga og hvalveiðar. Viðræðurnar áttu sér stað í Washington. Dagskrá heimsóknarinnar riðlaðist lítið, þrátt fyrir þau gífurlegu áföll sem bandaríska þjóðin varð fyrir í vikunni, enda er lögð á það áhersla vestan hafs að þau lami ekki stjórnkerfi landsins. Árni M. Mathiesen átti einnig fundi með forsvarsmönnum
Coldwater og Iceland Seafood. Ráðherrann er væntanlegur heim á laugardag.
Sjávarútvegsráðuneytið
14. september 2001

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum