Hoppa yfir valmynd
19. september 2001 Innviðaráðuneytið

Ráðstefna um upplýsingatæknimál

 

Auglýsing fyrir ráðstefnunaSkýrslutæknifélagið í samvinnu við Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið stóð að ráðstefnunni Rafræn framtíð þann 19. september 2001 á Grand Hótel Reykjavík.

Tólf fyrirlesarar fluttu erindi á ráðstefnunni og fjölluðu m.a. um rafræna stjórnsýslu og lýðræði, rafrænar kosningar, friðhelgi einkalífs, tilfinningar og tækni hjá fjarstýringarkynslóðinni, rafræn markaðstorg, rafræna greiðslumiðlun, rafræna tækni og menningu og þróun fréttamiðla á Netinu.

Hér á eftir er að finna fyrirlestra frá ráðstefnunni, inngang og dagskrá og upplýsingar um fyrirlesara.

Inngangur
Tölvutæknin er ekki gömul og menn á besta aldri muna þá tíma er starfsmenn sem unnu við tölvur gengu um í hvítum sloppum í sérstaklega kældum rýmum og viðfangsefnin voru fyrst og fremst bókhald ríkis og stærstu fyrirtækja.

Í dag streyma unglingar inn í menntaskólana með fartölvurnar sínar undir hendinni. Þær hafa geymslugetu, vinnsluafl og möguleika til samskipta sem hvarflaði ekki að mönnum að gæti orðið að veruleika fyrir fáeinum árum síðan. Flest svið samfélagsins, viðskipti, fjölmiðlun, afþreying og opinber þjónusta eru orðin að meira eða minna leyti tölvuvædd. Notkun heimabanka er eðlilegur hluti af lífi okkar, fréttir eru birtar á vefmiðlum jafnóðum og þær verða til og hægt er að sækja ótrúlegt magn upplýsinga og ýmsa opinbera þjónustu um vef. Fyrstu rafrænu kosningarnar hafa átt sér stað, kaup og sala fer fram með rafrænum hætti, gagnagrunnar með verðmætum upplýsingum um einstaklinga eru orðnir að veruleika og þróun í stafrænni tækni flýguráfram.

En hver verður framtíðin, hvert mun þetta leiða okkur? Skýrslutæknifélag Íslands, í samstarfi við Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið, boðar til haustráðstefnu undir yfirskriftinni Rafræn framtíð. Fengnir hafa verið virtir sérfræðingar, hver á sínu sviði, innlendir og erlendir, til að skyggnast inn í framtíðina og spá fyrir um þróun mála.

Hér eru nokkur dæmi um spurningar sem leitast verður við að svara á ráðstefnunni.

  • Hvert stefnir samfélagið?
  • Mun tæknin stýra þróuninni?
  • Mun hlutverk og starfsemi hins opinbera breytast?
  • Hvernig verða fjölmiðlar framtíðarinnar?
  • Hvaða breytingum mun afþreying á borð við sjónvarp taka með stafrænni tækni?
  • Hver verður þróun rafrænna viðskipta, mun það umhverfi gjörbreytast?
  • Munu lög um meðferð persónuupplýsinga hindra eða tefja rafræna þróun?
  • Getum við nýtt atkvæðisréttinn heima í stofu?
  • Hvaða áhrif hafa allar þessar breytingar á okkur sjálf í leik og starfi?
  • Eru áform um peningalaust Ísland raunhæf?

Ráðstefnan verður með því sniði að hluti hennar fer fram í einum sal en annar hluti í tveimur sölum þar sem ráðstefnugestum gefst tækifæri á að velja á milli fyrirlestra og færa sig á milli að vild.

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun setja ráðstefnuna.

Dagskrá

10:30 Setning ráðstefnu
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra

10:40 Changing Roles in an Information Age
Christian Sørby Friis, lektor við Háskólann í Hróarskeldu
What happens when new digital interfaces are introduced between the public administration and citizens? What are the challenges and possibilities offered to administrators, citizens, companies and politicians? And what are the consequences for democracy and public services?

11:25 lydraedi.is
Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ
Fjallað verður um upplýsingatækni og lýðræði. Hver er ábyrgð sveitarfélaga á Íslandi í að færa sér upplýsingatæknina í nyt og hverjar eru hætturnar á veginum?

12:05 Hádegisverður

Eftir hádegishlé er boðið upp á tvo fyrirlestra samhliða strauma.

Gullteigur 1 Gullteigur 2
13:00-13:30
Rafrænar kosningar
Jón Þór Þórhallsson framkvæmdastjóri European Consulting Partners
Lýðræðið er hornsteinn þjóðfélagsins. Kosningar eru fastur liður í okkar lýðræðislega þjóðfélagi. Upplýsingatæknin hefur ekki náð til þeirra enn. Nú er að verða breyting á og rafrænar kosningar á næsta leiti. Munu þær hafa áhrif til breytinga á lýðræðinu? Kalla þær á nýjar leikreglur?

13:00-13:30
Tilfinningar og tækni
Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi hjá IMG
Einstaklingar morgundagsins eru af fjarstýringarkynslóðinni sem skiptir um rás ef innihaldið hentar ekki. Enginn nennir að horfa á leiðinlega þætti, enginn kaupir ljótan örbylgjuofn og farsímar eru stöðutákn. Þjóðfélagið er á hraðri leið í rétta átt, þá einu sem skiptir máli.

 

13:30-14:00
Framtíð rafrænnar stjórnsýslu
Guðmundur Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu

Framsögumaður er fremur vantrúaður á getu okkar til að spá fyrir um hið óorðna, en ætlar að hætta sér út í það eigi að síður. Hann heldur því fram að hagnýting rafrænna miðla í stjórnsýslunni hafi á undanförnum árum gerbreytt öllu verklagi í stjórnsýslunni og stjórnsýsla hins opinbera sé orðin mun aðgengilegri fyrir allan almenning en áður. Framtíðarþróunin á þessu sviði muni á hinn bóginn tæpast ráðast af því hvað er tæknilega gerlegt nema að takmörkuðu leyti.

13:30-14:00


Rafræn markaðstorg - Þróun rafrænna markaðstorga hér á landi og í nágrannalöndunum.
Ari Arnalds, rafmagnsverkfræðingur

Fjallað verður um hvernig þessi þróun hefur verið og spáð fyrir um hver hún geti orðið í framtíðinni.

Hvernig geta þátttakendur í markaðstorgum, bæði kaupendur og seljendur, hagnast á þessum viðskiptaháttum?

Hvaða þættir ýta þróuninni áfram og hvaða þættir standa í vegi fyrir henni?

14:00-14:30
Rafræn tækni og menning
Stefán Jón Hafstein, rekstrarstjóri tímarita- og nýmiðlunardeilda Eddu

Stefán mun fjalla um áhrif rafrænnar tækni á menningu, fjölmiðla og pólitíska umræðu í samfélaginu.

14:00-14:30
Framtíð rafrænnar greiðslumiðlunar
Martha Eiríksdóttir, ráðgjafi á sviði greiðslumiðlunar

Í erindi sínu fjallar Martha um framtíð rafrænnar greiðslumiðlunar, þá þróun sem á sér stað í heiminum um þessar mundir og áhrif hennar á greiðslumiðlun í framtíðinni.

4:30-15:00
Hvaða bönd leggja réttarreglur um friðhelgi einkalífs á framþróun upplýsingasamfélagsins?
Páll Hreinsson, prófessor í lögum við HÍ

Í erindinu mun Páll rekja stuttlega helstu ákvæði sem setja athafnafrelsi manna skorður við vinnslu persónuupplýsinga. Af reglunum leiðir að bönd eru lögð á hvort og þá með hvaða hætti ný tækni er nýtt við vinnslu persónuupplýsinga.

Einnig mun Páll víkja að því hvernig ætla megi að lagaramminn muni þróast og hvaða stofnanir verði þar aðaláhrifavaldar.

4:30-15:00
Þróun fréttamiðla
Eiríkur Hjálmarsson, ritstjóri visir.is

Erindið mun fjalla um hegðun notenda fréttamiðla á Netinu síðustu misseri, með hliðsjón af reynslunni á Vísi.is.

Hvaða styrkleikar eru þar og hverjir eru veikleikarnir með tilliti til markmiða fyrirtækisins.

Hvert er Vísir.is að fara og hvernig fást notendurnir með?

15:00 Kaffi og meðlæti


15:30 RÍS - Rafrænt Ísland
Rúnar Már Sverrisson, formaður samstarfshópsins RÍS - Rafrænt Ísland
Kynning á samstarfsverkefni Staðlaráðs/FUT, Icepro, EAN á Íslandi og Skýrslutæknifélagsins sem fengið hefur vinnuheitið RÍS - Rafrænt Ísland. Rafræn viðskipti milli fyrirtækja eru í örri þróun. Forsendur fyrir framvindu rafrænna viðskipta hvíla á stöðlum og samræmingu tækni og viðskiptahátta.

15:40 The Future of Television
Miriam Mulcahy, ráðgjafi á sviði skemmtunar, fjölmiðla, markaðs og viðskipta.
Miriam Mulcahy mun skýra frá framtíðarsýn sinni á sviði stafrænnar skemmtunar en eins og titillinn ber með sér þá mun hún beina athygli sinni að sjónvarpsheiminum. Fyrirlesturinn er sniðinn að íslenskum aðstæðum sem Miriam þekkir af störfum sínum sem ráðgjafi hér á landi.

16:30 Ráðstefnu slitið af ráðstefnustjóra

 

Fyrirlesarar - Ferilsskrá

Guðmundur Árnason
Guðmundur Árnason er MA í stjórnmálafræði, menntaður í Skotlandi
og Englandi. Hann er skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti og kemur
þar að ýmsum málum sem tengjast þróun stjórnsýslunnar og notkun
upplýsingatækni.

Páll Hreinsson
Páll Hreinsson er prófessor í lögum við lagadeild Háskóla Íslands og
hefur m.a. séð um kennslu í fræðigreinum er varða upplýsingarétt,
persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga svo og stjórnsýslurétt.
Páll er stjórnarformaður Persónuverndar og formaður nefndar, sem
skipuð var af forsætisráðherra, um rafræna stjórnsýslu. Páll var áður
aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis.


Ásdís Halla Bragadóttir
Ásdís Halla Bragadóttir er bæjarstjóri í Garðabæ. Áður var hún fram-kvæmdastjóri
nýsköpunar- og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík.
Hún var aðstoðarmaður menntamálaráðherra 1995-1999 og ritstýrði
þá m.a. ritinu Í krafti upplýsinga. Ásdís Halla var framkvæmdastjóri
þingflokks sjálfstæðismanna frá 1993-1995 og blaðamaður á Morg-unblaðinu
1991-1993. Hún lauk mastersnámi í opinberri stjórnsýslu
frá Harvard háskóla í júní 2000 og B.A. prófi í stjórnmálafræði frá
Háskóla Íslands árið 1991. Ásdís Halla hefur ritað fjölmargar greinar
um stjórnmál, jafnréttismál, forvarnarmál o.fl. og er auk þess höf-undur
bókarinnar Í hlutverki leiðtogans.

Rúnar Már Sverrisson
Rúnar Már Sverrisson er formaður samstarfshópsins RÍS - Rafrænt
Ísland, formaður Fagráðs í upplýsingatækni (FUT) og framkvæmda-
stjóri Netis. Rúnar hefur unnið að uppbyggingu rafrænna viðskipta
á vegum Netis undanfarin tvö ár. Starfaði áður í Asíu um fimm ára
skeið við markaðsstörf á vegum íslenskra fyrirtækja. Rúnar er með
MSc gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Jón Þór Þórhallsson
Dr. Jón Þór Þórhallsson er eðlisfræðingur , menntaður í Þýskalandi
með framhaldsnám frá Kanada. Hann er framkvæmdastjóri ráðgjafa-fyrirtækisins
European Consulting Partners og formaður Confederation
of European Computer User Associations.

Stefán Jón Hafstein
Stefán Jón Hafstein er rekstrarstjóri tímarita- og nýmiðlunardeilda
Eddu. Hann er BA í fjölmiðlafræðum og MA í boðskiptafræðum,
höfundur fjögurra bóka og á að baki langan feril sem fjölmiðlamaður.

Ari Arnalds
Ari Arnalds er rafmagnsverkfræðingur að mennt. Hann stofnaði Verk-og
kerfisfræðistofuna hf. 1979 og var framkvæmdastjóri hennar frá
1979 til 2001. Hann starfar nú sem ráðgjafi og er m.a. verkefnisstjóri
fjármálaráðuneytis vegna rafræns markaðstorgs sem ráðuneytið
hyggst koma á fót til opinberra innkaupa.


Martha Eiríksdóttir
Martha Eiríksdóttir er viðskiptafræðingur frá HÍ og er með kennara-háskólapróf
frá KHÍ. Hún er nú sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði
greiðslumiðlunar. Síðast liðin 11 ár hefur hún unnið á sviði greiðslu-miðlunar
bæði hérlendis og erlendis. Martha starfaði m.a. fimm ár
hjá höfuðstöðvum Europay International í Evrópu og þar áður sem
forstöðumaður markaðssviðs Kreditkorts á Íslandi og markaðsstjóri
Útvegsbanka Íslands hf.

Eyþór Eðvarðsson
Eyþór Eðvarðsson er vinnusálfræðingur frá Free University í Amster-dam.
Hann starfar sem þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarsmiðju IMG.
Eyþór hefur sérhæft sig á sviði mannlegra samskipta og árangurs.
Hann hefur gefið út tvær bækur á hollensku, þar sem önnur þeirra
fjallar um málefni morgundagsins og þróun í mikilvægum málaflokkum.


Christian Sörby Friis
Christian S. Friis is an associate professor from the department of
Social Sciences in Roskilde University, Denmark. He specializes in the
transformative processes in society, organizations and public admini-stration
that is characterising the information age. He has published
books and articles on the change processes in public administration
enabled by implementation of new network technologies such as the
WWW, on quality measurement on public websites, on "One-Stop-Government"
on national information policy, on ICT and democracy
and he is presently doing research on knowledge transfer in the pub-lic
administration. He has been advising public agencies in Denmark.
He is appointed a national expert on ICTs and Public Administration
in the European COST programme.

Miriam Mulcahy
Miriam Mulcahy is a leading consultant in entertainment, media and
communication, business planning and marketing strategy. Before
joining Decipher, she held senior positions at PricewaterhouseCoopers,
The Henley Centre, Avenir Havas (part of the Havas Media Group), and
Zenith Media Worldwide. She has worked extensively on traditional
media projects for TV, radio, magazines, national and regional news-papers
and has worked with many of the major UK media groups on
electronic commerce, internet and digital media strategy programmes.
Miriam holds an MSc in Media & Communications from the London
School of Economics. She has written extensively for the Henley
Centre’s Media Futures Programme, has researched, forecast and
written for Zenith Media Worldwide’s highly successful media publish-ing
business. She has also written a 120-page management report
on “The TV Viewer of the Future” for The Financial Times.


Eiríkur Hjálmarsson

Eiríkur Hjálmarsson er ritstjóri Vísis.is. Hann hefur BSJ í blaðamennsku
og sögu frá Ohio University 1989. Vann að fréttum og dagskrárgerð á
Bylgjunni, Aðalstöðinni og Rás 2 1987-1995. Fréttamaður á Stöð 2 og
Bylgjunni 1995-1998. Dagskrárstjóri Bylgjunnar 1999 en
ritstjóri Vísis.is frá ársbyrjun 2000.

Fyrirlestrar (glærur)

Setning ráðstefnu
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Opnunarávarp

Framtíð rafrænnar stjórnsýslu

Guðmundur Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Erindi og glærur


Breytt hlutverk í samfélagi upplýsingaaldar (Changing Roles in an Information Age)
Christian Sørby Friis, lektor við Háskólann í Hróarskeldu. Erindið birtist í Tölvumálum, tímariti Skýrslutæknifélagsins í nóvember 2001.

Hvaða bönd leggja réttarreglur um friðhelgi einkalífs á framþróun upplýsingasamfélagsins?
Páll Hreinsson, prófessor í lögum við HÍ.Rafrænt Ísland - Glærur Páls hreinssonar

lydraedi.is Fjallað um upplýsingatækni og lýðræði.

Hver er ábyrgð sveitarfélaga á Íslandi í að færa sér upplýsingatæknina í nyt og hverjar eru hætturnar á veginum?
Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ Powerpoint glærur (9.3 MB)

Rafræn markaðstorg - Þróun rafrænna markaðstorga hér á landi og í nágrannalöndunum.
Ari Arnalds, rafmagnsverkfræðingur Powerpoint glærur

Framtíð rafrænnar greiðslumiðlunar
Martha Eiríksdóttir, ráðgjafi á sviði greiðslumiðlunar Powerpoint glærur

Þróun fréttamiðla
Eiríkur Hjálmarsson, ritstjóri visir.is Powerpoint glærur

Tilfinningar og tækni (væntanlegt)
Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi hjá IMG Powerpoint glærur

Rafrænt Ísland
Rúnar Már Sverrisson, formaður samstarfshópsins RÍS - Rafrænt Ísland Powerpoint glærur

The Future of Television (væntanlegt)
Miriam Mulcahy, ráðgjafi á sviði skemmtunar, fjölmiðla, markaðs og viðskipta.

Rafræn tækni og menning
Stefán Jón Hafstein, rekstrarstjóri tímarita- og nýmiðlunardeilda Eddu



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta