Hoppa yfir valmynd
20. september 2001 Innviðaráðuneytið

Alþjóðlegur siglingadagur 2001

Alþjóðlega siglingamálastofnunin IMO hefur farið þess á leit við aðildarríki sín að þau haldi hátíðlegan dag undir yfirskriftinni: Alþjóðavæðing í siglingum og hlutverk sæfarenda.


Af því tilefni býður samgönguráðuneytið til hringborðsumræðna í Þingholti föstudaginn 28. september 2001 á milli kl. 13 og 16.

Markmið umræðnanna er að skoða breytingar á starfsumhverfi sæfarenda á undanförnum árum. Einnig verður rætt hver þróunin muni verða og hvaða áhrif hnattvæðingin muni hafa á starf sjómannsins.

Dagskrá:

Fulltrúi samgönguráðuneytis opnar umræðurnar.

Fulltrúi frá hverjum þátttakanda flytja 5-10 mínútna hugleiðingu um efni dagsins.

Veitingar.

Almennar umræður.
Stefnt er að því að fundurinn samþykki ályktun um efnið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta