Hoppa yfir valmynd
20. september 2001 Innviðaráðuneytið

Upplýsingatækni í almenningsbókasöfnum

Styrkir vegna upplýsingatækni í almenningsbókasöfnum

Menntamálaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um styrki á árinu 2002 vegna upplýsingatækni í almenningsbókasöfnum. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2001.

Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 36/1997, um almenningsbókasöfn, leggur ríkissjóður um fimm ára skeið fram fé til að stuðla að því að almenningsbókasöfn verði fær um að bjóða þjónustu sem styðst við nútímaupplýsingatækni og til að greiða fyrir tengingu bókasafna landsins í stafrænt upplýsinganet. Menntamálaráðherra tekur ákvörðun um úthlutun framlaga að fengnum tillögum ráðgjafarnefndar um málefni almenningsbókasafna.

Styrki má veita til verkefna sem samræmast ofangreindum markmiðum, þar á meðal:

  • til kaupa á tölvubúnaði,
  • endurmenntunar bókavarða,
  • að semja og gefa út fræðsluefni fyrir almenning um hvernig færa megi sér nýja uppýsingatækni í nyt.
  • verkefna sem lúta að tölvutengingu bókasafna.

Styrki má einnig veita til annarra þróunarverkefna í þágu almenningsbókasafna, einkum á sviði rannsókna og fræðslu.

Heimilt er að binda styrk skilyrði um að mótframlag fáist úr hlutaðeigandi sveitarsjóði eða sveitarsjóðum. Að öðru jöfnu ganga þau bókasöfn fyrir um styrk til tölvu- og hugbúnaðarkaupa sem þegar hafa tryggt sér slíkt mótframlag.

  • Efnisorð

    Hafa samband

    Ábending / fyrirspurn
    Ruslvörn
    Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

    Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

    Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta