Könnun á tilhögun almennra námsbrauta í framhaldsskólum
Til skólameistara, framhaldsskóla
Könnun á tilhögun almennra námsbrauta í framhaldsskólum
Í aðalnámskrá framhaldsskóla, almennum hluta, er stuttlega gerð grein fyrir almennri námsbraut, hlutverki hennar og markmiðum. Hins vegar er nánari útfærsla hennar falin skólum í samræmi við þarfir nemenda og aðstæður skóla. Ráðuneytið telur mikilvægt að afla upplýsinga um skipulag og starfsemi almennrar námsbrautar í einstökum skólum í þeim tilgangi að stuðla að frekari þróun brautarinnar og miðla upplýsingum til skóla almennt um mismunandi leiðir og kennsluaðferðir.
Í þessu skyni sendir ráðuneytið yður hér með spurningalista og fer þess á leit að þér svarið spurningunum eftir því sem við á og sendið ráðuneytinu svörin ekki síðar en 20. október. Listinn er sendur yður með tölvupósti sem viðhengi og er þess óskað að honum verði svarað í rafrænu formi. Prentuð útgáfa listans fylgir með bréfi þessu.
Með fyrirfram þökk fyrir greinargóð svör.