Námskrá sérnáms í bygginga- og mannvirkjagreinum
Til skólameistara, iðnmenntaskóla
Námskrá sérnáms í bygginga- og mannvirkjagreinum
Það tilkynnist hér með að stefnt er að því að ný heildarnámskrá fyrir starfsnám í bygginga- og mannvirkjagreinum taki gildi skólaárið 2003-2004. Fram að þeim tíma skal kennt samkvæmt núgildandi námskrám fyrir grunndeildir og iðnnám til sveinsprófs í einstökum greinum á sviði bygginga- og tréiðngreina. Nýlega var gerður verksamningur við starfsgreinaráð bygginga- og mannvirkjagreina um námskrárgerð fyrir sérnám á þessu sviði og eru verklok samkvæmt samningnum 1. nóv. 2002. Starfsgreinaráðið gerir ráð fyrir að endurskoða tillögur sínar um námskrá grunnnáms þegar námskrá sérnámsins hefur verið mótuð frekar. Seint á næsta ári má búast við því að drög að heildarnámskrá verði send yður til umsagna. Stefnt að því að námskráin verði staðfest í ársbyrjun 2003 þannig að nægur tími vinnist til að undirbúa framkvæmd hennar fyrir haustið.
(September 2001)