Hoppa yfir valmynd
26. september 2001 Dómsmálaráðuneytið

Endurnýjun gallaðra ökuskírteina

Endurnýjun gallaðra ökuskírteina

Fréttatilkynning

Nr. 32/ 2001


Að gefnu tilefni vegna nýrra ökuskírteina, sem væntanleg eru, tekur ráðuneytið fram, að einungis þeir, sem eru með gölluð skírteini vegna óeðlilegrar endingar, þ.e. a. s. þar sem myndin hverfur af skírteininu þannig, að viðkomandi er orðinn óþekkjanlegur, fá nýtt ökuskírteini sér að kostnaðarlausu eins og verið hefur. Eldri gerðir skírteina halda áfram gildi sínu.

Þá skal tekið fram að enn standa yfir prófanir á tölvukerfum vegna framleiðslu nýju skírteinanna og því liggur ekki fyrir endanleg dagsetning um það hvenær verði unnt að taka við umsóknum vegna nýrra skírteina. Þess er þó að vænta fljótlega. Tilkynnt verður nánar síðar hvenær unnt verður að taka við umsóknum vegna nýju ökuskírteinanna.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
26. september 2001.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta