Hoppa yfir valmynd
27. september 2001 Innviðaráðuneytið

Ráðherrafundur upplýsingatækniráðherra Norðurlandanna

Ráðherrafundur upplýsingatækniráðherra Norðurlandanna
í Helsinki 27. september 2001

Norrænn ráðherrafundur, ráðherra upplýsingatæknimála (UT) var haldinn í Helsinki 27. september 2001. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra sótti fundinn.

Þetta var fyrsti formlegi fundur UT-ráðherranefndarinnar (MR-IT) sem stofnuð var árið 1999.

Til umfjöllunar voru málefni sem miklu varða fyrir þróun upplýsingasamfélags á Norðurlöndum svo sem skipting samfélagsins í þá sem hafa aðgang að og hafa tileinkað sér upplýsingatæknina og hina sem sitja hjá.

Einnig var fjallað um hvernig litlum og meðalstórum fyrirtækjum gengur að tileinka sér upplýsingatæknina, fjarskiptamál og öryggismál sem athygli manna beinist mjög að um þessar mundir.

Þá var rætt almennt um rafræna stjórnsýslu, kunnáttu og hvatningu til almennings til að nýta sér þá rafrænu þjónustu sem í boði er m.a. hjá hinu opinbera.

Norræn samvinna varðandi tölfræði upplýsingasamfélagsins var til umfjöllunar og var lögð fram tillaga frá Hagstofum Norðurlandanna um að setja af stað samstarfsverkefni á þessu sviði.

Á fundinum gerðu ráðherrar grein fyrir stöðu landanna varðandi aðgang að Interneti og fram komu ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi þróun rafrænnar stjórnsýslu o. fl.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta