Hoppa yfir valmynd
1. október 2001 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Breyting á reglugerð um bókhald- og ársreikninga sveitarfélaga

Reglugerð nr. 721/2001 um breytingu á reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga nr. 944/2000

Reglugerð um bókhald- og ársreikninga sveitarfélaga nr. 944/2000 hefur verið breytt með reglugerð nr. 721/2001. Breytingin nær einvörðungu til ákvæðis til bráðabirgða en þar er fjallað um frávik frá gildistökuákvæði reglugerðarinnar.

Breytingin felur í sér að sveitarfélögum er heimilt að fara að ákvæðum eldri reglugerðar um bókhald- og ársreikninga sveitarfélaga nr. 280/1989 við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002. Hinsvegar er gerð sú krafa að fyrir 1. september 2002 hafi sveitarfélög sett fjárhagsáætlunina fram á formi sem uppfyllir reglur reikningsskila- og upplýsinganefndar er settar verða á grundvelli 18. gr. reglugerðarinnar nr. 944/2000.

Nýti sveitarfélög sér heimild í 62. gr. sveitarstjórnarlaganna um endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir 1. september 2002 er gerð krafa um að hin endurskoðaða áætlun verð sett fram á hinu nýja formi. Ennfremur er gert er ráð fyrir að bæði upphafleg áætlun og hin endurskoðaða áætlun verði settar fram á hinu nýja formi.

Þessi breyting gefur sveitarfélögunum meira svigrúm til að aðlaga fjárhagsáætlanir sínar fyrir árið 2002 að þeim reglum sem settar hafa verið um bókhald- reikningsskil sveitarfélaga og þeim reglum sem væntanlegar eru frá reikningsskila- og upplýsinganefnd á næstunni.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta