Framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg
Framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, 3. skýrsla Íslands
Fréttatilkynning
Nr. 33/ 2001
Íslenska ríkið hefur skilað 3. reglulegu skýrslu sinni um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi frá 1966 til nefndar Sameinuðu þjóðanna sem starfar samkvæmt samningnum. Dómsmálaráðuneytið hafði umsjón með gerð skýrslunnar í samvinnu við félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og menntamálaráðuneytið.
Sjá skýrslu á ensku.
Samkvæmt 16. gr. samningsins um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi er aðildarríkjum hans skylt að skila reglulega skýrslum um þær ráðstafanir sem þau hafa gert til þess að koma réttindinum samningsins í framkvæmd. Fyrstu skýrslu Íslands um framkvæmd samningsins var skilað á fyrri hluta ársins 1992. Annarri skýrslu Íslands var skilað í desember 1996. Tók nefnd sem starfar samkvæmt samningnum þá skýrslu fyrir vorið 1999 og skilaði niðurstöðum sínum 10. maí sama ár. Eru þær niðurstöður einnig meðfylgjandi.
Í 3. skýrslu Íslands er einkum lýst helstu breytingum sem orðið hafa á íslenskri löggjöf og hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar á síðustu fjórum árum frá því 2. skýrslu var skilað til þess að koma réttindum samkvæmt samningnum í framkvæmd hér á landi. Einnig koma þar fram tölfræðilegar upplýsingar um stöðu mála hér á landi á þessu sviði eftir því sem við á. Leitast er við að svara sérstaklega athugasemdum sem komu fram í niðurstöðum nefndarinnar um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi frá 10. maí 1999. Einnig er lýst stöðu samningsins að íslenskum rétti og dómaframkvæmd hér á landi varðandi réttindi sem þar eru vernduð auk almennrar umfjöllunar um vernd mannréttinda á Íslandi.
Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
1. október 2001.
1. október 2001.