Hoppa yfir valmynd
2. október 2001 Utanríkisráðuneytið

Ræða fastafulltrúa Íslands hjá Sþ. á allsherjarþingi Sþ. um baráttu gegn hryðjuverkum

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 90


Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Þorsteinn Ingólfsson, sendiherra, flutti í dag ræðu á allsherjarþingi S.þ., þar sem nú fer fram umræða um aðgerðir til að uppræta alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Í ræðunni lýsti fastafulltrúi m.a. yfir stuðningi Íslands við það hvernig Bandaríkin hafa brugðist við í kjölfar voðaverkanna 11. september sl. Hann lagði áherslu á rétt ríkja til sjálfsvarnar skv. 51. gr. stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fastafulltrúi fagnaði þeirri sögulegu, alþjóðlegu samstöðu sem myndast hefur í baráttunni gegn hryðjuverkum og lagði áherslu á að hryðjuverkastarfsemi verði aðeins upprætt með langvarandi, sameiginlegu átaki ríkja heims. Beita þurfi öllum tiltækum ráðum til að vinna gegn þessari ógn við saklausa borgara og frið og stöðugleika í heiminum.
Ræða fastafulltrúa Íslands fylgir hér með.




Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 2. október 2001.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta