Hoppa yfir valmynd
5. október 2001 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Evrópskt tungumálaár - skólar hvattir til þátttöku

Til skólastjóra grunnskóla

Skólar hvattir til þátttöku

Í tilefni af Evrópsku tungumálaári 2001 hafa Mjólkursamsalan, Samtök móðurmálskennara og Íslensk málnefnd ákveðið að efna til samkeppni meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla um örsögur og ljóð til birtingar á mjólkurumbúðum. Sérstakur verndari keppninnar og formaður dómnefndar er frú Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO.

Menntamálaráðuneytið vill með bréfi þessu vekja athygli skólastjóra grunnskóla á þessari keppni og fara þess á leit að þeir hvetji nemendur til þátttöku í henni. Stuðningur skólastjórnenda og kennara við slíka keppni skiptir miklu máli, ef vel á til að takast. Aðstandendur keppninnar hafa sent bréf með upplýsingum um fyrirkomulag og framkvæmd keppninnar til íslenskukennara þeirra grunnskóla sem starfrækja unglingadeildir.

(Október 2001)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta