Hoppa yfir valmynd
8. október 2001 Dómsmálaráðuneytið

Starfshópur, sem ætlað er að fara yfir gildandi lög og reglur er snerta skemmtanahald á útihátíðum(lokið)

Starfshópur, sem ætlað er að fara yfir gildandi lög og reglur er snerta skemmtanahald á útihátíðum



Dómsmálaráðherra skipaði frá 1. október 2001 faglegan starfshóp, sem ætlað er að fara yfir gildandi lög og reglur er snerta skemmtanahald á útihátíðum. Er hópnum ætlað að leggja fram tillögur sem miða að því að samræma enn frekar en nú er samstarf þeirra aðila sem koma að lög- og heilsugæslu á slíkum hátíðum. Ennfremur er hópnum ætlað að endurskoða viðmiðunarreglur um útihátíðir sem kynntar voru öllum lögreglustjórum með bréfi dómsmálaráðuneytisins 28. maí 1990.

Við það skal miðað að starfshópurinn skili dómsmálaráðherra skýrslu, þar sem fram komi m.a. tillögur um framtíðarfyrirkomulag þessa málaflokks.

Nefndarmenn eru:
Jón Þór Ólason, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, formaður
Eyrún B. Jónsdóttir, umsjónarhjúkrunarfræðingur á Neyðarmóttöku vegna nauðgunar
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
Haukur Valdimarsson, yfirlæknir á heilsugæslustöðinni Hvammi í Kópavogi
Jón F. Bjartmaz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra,
Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður Vestmannaeyjum
Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi hjá Stígamótum

Nefndin lauk störfum 11.07.2002

og skilaði af sér skýrslu sem hægt er að nálgast hér með acrobat sniði


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum