Hoppa yfir valmynd
11. október 2001 Dómsmálaráðuneytið

Öryggismál íslensks samfélags

Öryggismál íslensks samfélags

Fréttatilkynning

Nr. 36/ 2001


Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til þess að fjalla um öryggismál íslensks samfélags og gera um þau skýrslu. Hér er átt við öryggi samfélagsins gagnvart helstu ógnum sem steðjað geta að íslensku samfélagi. Á sumum sviðum svo sem við náttúruhamfarir og hópslys er þegar fyrir hendi bæði mannafli með reynslu og annar viðbúnaður, en á öðrum sviðum er viðbúnaðurinn skemmra á veg kominn.

Nefndinni er ætlað að fara yfir og leggja mat á þann viðbúnað við vá, sem fyrir hendi er og jafnframt kanna hvort aðkallandi sé að bæta við þar úr t.d. með breytingum á löggjöf eða skipulagi viðbragða. Einnig er nefndinni ætlað að leggja mat á hvort skipuleggja þurfi viðbrögð við hugsanlegum nýjum ógnum, sem nú eru til umfjöllunar um heim allan í ljósi hinna hörmulegu viðburða sem urðu í Bandaríkjunum 11. september s.l., en þar má m.a. nefna hryðjuverk, notkun sýkla, efnavopna eða geislavirkra efna í árásarskyni.

Nefndinni er ætlað að skila skýrslu sinni eins og skjótt og verða má og að hafa við gerð hennar gott samstarf við helstu viðbragðsaðila sem í dag starfa að því að tryggja öryggi landsmanna gagnvart náttúruhamförum, slysum og annarri vá.


Nefndina skipa: Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri formaður
Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri
Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar
Sólveig Þorvaldsdóttir forstjóri Almannavarna ríkisins
Sigurður Guðmundsson landlæknir.
Ritari
nefndarinnar er Hafþór Jónsson aðalsviðsstjóri hjá Almannavörnum ríkisins.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
11. október 2001.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta