Sakamálarannsóknir
Sakamálarannsóknir, námsstefna félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna
Fréttatilkynning
Nr. 37/ 2001
Félag íslenskra rannsóknarlögreglumanna heldur árlega námsstefnu sína laugardaginn 13. október nk. á hótel Keflavík. Af því tilefni er hingað kominn sérfræðingur frá National Crime Faculty í Englandi, Neil Trainor til þess að veita íslenskum rannsóknarlögreglumönnum fræðslu á sviði sakamálarannsókna. Er hann sérfræðingur í vettvangsrannsóknum og mun halda fyrirlestur um mat á glæpum út frá landssvæðum. Hefur dómsmálaráðuneytið haft milligöngu um komu sérfræðingsins til landsins.
Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
12. október 2001.
12. október 2001.