Hoppa yfir valmynd
15. október 2001 Dómsmálaráðuneytið

Auglýsing um vátryggingafjárhæðir í aksturskeppni.

Auglýsing
um vátryggingafjárhæðir í aksturskeppni.


1. gr.

Ákveðið hefur verið að vátryggingafjárhæð vegna framkvæmdar á aksturskeppni skuli nema 45.000.000 króna vegna hvers einstaks tjóns. Eigin áhætta skal vera 10%, þó 24.000 krónur að lágmarki og 240.000 krónur að hámarki.

Einnig hefur verið ákveðið að vátryggingafjárhæð slysatryggingar vegna starfsmanna við keppni utan vega skuli vera 4.500.000 krónur við dauða eða algera varanlega örorku.
2. gr.
Ákvörðun þessi sem tekin er samkvæmt 3. mgr. 5. gr. reglugerðar um akstursíþróttir og aksturskeppni nr. 257 18. apríl 2000, gildir fyrir árið 2001.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 9. október 2001.

F.h.r.

Ólafur Walter Stefánsson

Sandra Baldvinsdóttir

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta