Hoppa yfir valmynd
18. október 2001 Matvælaráðuneytið

Aukið verðmæti sjávarfangs. 18.10.01

Fréttatilkynning


Aukið verðmæti sjávarfangs

Í framhaldi af skýrslu nefndar sem skilaði af sér til Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra í síðustu viku og fjallaði um framtíðarmöguleika fiskvinnslunnar, hefur ráðherra ákveðið að setja af stað vinnu er hafi það að markmiði að auka verðmæti sjávarfangs og ýta undir nýsköpun í greininni. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur verið falið að koma með tillögur er lúta að því með hvaða hætti slík vinna skuli unnin og tilgreina nauðsynlega samstarfsaðila innan og utan greinarinnar.

Skulu tillögurnar ná yfir;

· vinnslu- og vöruþróun í hefðbundnum greinum fiskvinnslunnar
· vinnslu aukaafurða
· leit að efnum sem ekki eru þegar nýtt af fiskvinnslunni
· eflingu og frekari fjölbreytni í fiskeldi
· auknum útflutningi tækja og þjónustu.


Sjávarútvegsráðuneytið
11. október 2001

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum