Hoppa yfir valmynd
18. október 2001 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Breyting á lögum um grunnskóla

Til grunnskóla, skólaskrifstofa,
skólanefnda, foreldaráða og
ýmissa annarra aðila

Breyting á lögum um grunnskóla

Á síðasta löggjafarþingi voru samþykkt lög nr. 48/2001 um breyting á lögum nr. 66/1995 um grunnskóla, með síðari breytingum.

Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir því við menntamálaráðherra í mars 2001 að hann beitti sér fyrir breytingu á grunnskólalögum í samræmi við sameiginlegar tillögur Launanefndar sveitarfélaga, Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands í tengslum við nýgerðan kjarasamning sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Helstu nýmæli þessara laga eru eftirfarandi:
1. Ákvæði er lúta að umboði skólastjóra og ábyrgð gagnvart sveitarstjórn á starfsemi grunnskóla eru gerð skýrari.
2. Í stað afdráttarlauss ákvæðis um að starfstími grunnsskóla sé níu mánuðir á ári verði kveðið á um níu mánaða lágmarksstarfstíma nemenda á hverju skólaári.
3. Heimilað verði að víkja frá ákvæðum um lögbundnar dagsetningar jóla- og páskaleyfa nemenda. Ef vikið verður frá þessum dagsetningum ber að kveða á um slíkt í skólanámskrá og er við slík frávik ekki heimilt að skerða lögboðinn hvíldartíma nemenda á skólaárinu.
4. Heimilað verði að veita nemendum, sem hafa annað móðurmál en íslensku undanþágu frá því að þreyta samræmt próf í íslensku í 4. og 7. bekk og undanþágu frá því að þreyta samræmt próf í stærðfræði í 4. og 7. bekk, hafi þeir dvalið skemur á landinu en eitt ár.

Vakin er athygli á því að hægt er að nálgast lög um grunnskóla, breytingar á þeim, gildandi reglugerðir við lögin, aðalnámskrá grunnskóla, svör við fjölmörgum fyrirspurnum, úrskurði og ýmsar aðrar upplýsingar á heimasíðu ráðuneytisins: www.menntamalaraduneyti.is

(Október 2001)


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta