Hoppa yfir valmynd
18. október 2001 Matvælaráðuneytið

Breyting á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. 18.10.01

Fréttatilkynning




Sjávarútvegsráðuneytið hefur gert eftirfarandi breytingar á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2001/2002.

Reglur um úthlutun, nýtingu og framsal krókaaflahlutdeildar/krókaaflamarks eru samræmdar þeim reglum sem gilda um almenna aflahlutdeild og aflamark.

Þá hefur reglugerð verið breytt á þann veg að Fiskistofa skuli tilkynna útgerðum krókaaflamarksbáta, að hverjum báti sé heimilt á fiskveiðiárinu 2001/2002 að veiða sem meðafla við krókaveiðar, löngu, keilu og karfa. Skal leyfilegur meðafli hvers báts í hverri tegund nema 80% af því sem í hans hlut kæmi miðað við úthlutun aflahlutdeildar í þessum tegundum, byggða á veiðireynslu hvers krókaaflamarksbáts á tímabilinu 1. júní 1998 til 31. maí 2001.

Þessar breytingar eru liður í því að koma til móts við útgerðarmenn krókabáta.
Sjávarútvegsráðuneytinu
16. október 2001

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum