Evrópuráðstefna um hryðjuverk
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 095
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, situr á morgun, 20. október, Evrópuráðstefnu ESB, sem að þessu sinni er helguð baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkum. Ráðstefnuna sitja utanríkisráðherrar ESB-ríkja og umsóknarríkja ESB og nú í fyrsta sinn einnig fulltrúar EES/EFTA-ríkjanna. Þá hefur fulltrúum stjórnvalda í Rússlandi, Úkraínu og Moldóvu verið boðið til vinnuhádegisverðar í lok ráðstefnunnar. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að mikilvægt sé fyrir ríki Evrópu að samræma aðgerðir sínar til að berjast gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum, sér í lagi hvernig á að stemma stigu við fjármögnun þeirra.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 19. október 2001.