Hoppa yfir valmynd
29. október 2001 Dómsmálaráðuneytið

Auglýsing um námskrá fyrir bifhjólaréttindi.

Auglýsing
um námskrá fyrir bifhjólaréttindi.



Með vísun til 3. mgr. 26. gr. reglugerðar um ökuskírteini, nr. 501 11. ágúst 1997, hefur ráðuneytið staðfest námskrá fyrir bifhjólaréttindi (ökuréttindaflokk A).

Ákvæði námskrárinnar skulu taka gildi 1. janúar 2002, þó þannig að ökupróf skulu fara fram á grundvelli námskrárinnar frá 1. apríl 2002.

Frá sama tíma fellur úr gildi námskrá fyrir bifhjólakennslu sem Umferðarráð gaf út í júní 1993.

Ökunemar sem hefja ökunám hjá ökukennara fyrir 1. janúar 2002 mega ljúka ökunámi og gangast undir ökupróf samkvæmt núgildandi reglum til loka maí mánaðar 2002.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 18. október 2001.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum