Hoppa yfir valmynd
30. október 2001 Matvælaráðuneytið

Jafnréttisráðstefna í Kaupmannahöfn 30.10.01

Fréttatilkynning


Síðastliðinn sunnudag hélt Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra erindi sem bar heitið "Ábyrgir feður- hið nýja fæðingarorlof karla á Íslandi" á jafnréttisráðstefnu í Kaupmannahöfn. Ráðstefnan "Víst geta karlar" var haldin í tengslum við þing Norðurlandaráðs og er hún samvinnuverkefni Norræna ráðherraráðsins og Norrænu stéttarfélaganna. Megin viðfangsefni ráðstefnunnar var að fjalla um ójafnvægi milli fjölskyldu- og atvinnulífs og stöðu karla í breyttu atvinnulífi.

Í dag hélt Árni svo ræðu í almennum umræðum á Norðurlandaráðsþingi þar sem hann fjallaði um niðurstöðu ráðstefnunnar "Ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi sjávar" sem haldin var í október í samvinnu Íslands, FAO og Noregs. Í erindinu fjallaði ráðherra einnig um inngöngu okkar í Alþjóða hvalveiðiráðið og þá óvæntu afstöðu sem Svíþjóð og Finnland tóku með því að greiða atkvæði gegn fyrirvaranum sem Ísland gerði við inngönguna.

Sjávarútvegsráðherra kemur til landsins í kvöld.


Sjávarútvegsráðuneytið 30. október, 2001

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum