Hoppa yfir valmynd
31. október 2001 Innviðaráðuneytið

Landupplýsingakerfi


kort af Íslandi

Þann 31. október 2001 héldu LÍSU-samtökin (lisa.reykjavik.is) og Landmælingar Íslands (www.lmi.is) kynningarfund í samráði við Tækninefnd LÍSU og FUT (Fagráð í upplýsingatækni). Þar var kynnt vinna við samræmdan flokkunarlista um skráningu atriða í landupplýsingakerfi. Um áttatíu manns voru á fundinum.

Guðbjörg Sigurðardóttir formaður Verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið hélt erindi á fundinum um áherslur og markmið varðandi íslenska upplýsingasamfélagið. Það kom fram í erindi hennar að Verkefnisstjórnin hefur á ýmsan hátt s.s. í skýrslum og minnisblöðum varðandi fjárlagagerð á síðustu fjórum árum bent á mikilvægi stafrænna grunnkorta og mælt með fjárveitingum til þeirra. Verkefnisstjórnin telur að verkefni á þessu sviði flokkist til undirstöðuverkefna upplýsingasamfélagsins. Verkefnisstjórnin óskaði eftir því við umhverfisráðuneyti í febrúar 2000 að gerð yrði úttekt á landfræðilegum upplýsingakerfum, stöðlum og aðferðafræði og var markmiðið að samræma og efla vinnslu landfræðilegra upplýsinga og tryggja að það fjármagn sem sett væri í verkefni á þessu sviði nýttist sem best.
Fram kom til stafrænna grunnkorta var á fjárlagaári 2000 og fjárlagaári 2001 veitt 7 milljónum af fjárlagalið upplýsingasamfélagsins hvort ár og gert er ráð fyrir að árið 2002 verði einnig 7 milljónum varið til stafrænna grunnkorta.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta