Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2001 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Könnun á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga

Til sveitarstjórna

Könnun á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga


Með vísan til reglugerðar nr. 386/1996 um sérfræðiþjónustu skóla, sendir menntamálaráðuneytið yður meðfylgjandi könnun þar sem óskað er upplýsinga frá sveitarstjórnum um framkvæmd ákvæða reglugerðarinnar í viðkomandi sveitarfélagi. Könnunin er jafnframt send öllum skólaskrifstofum til fróðleiks.

Samkvæmt framangreindri reglugerð skulu sveitarfélög gera menntamálaráðuneytinu grein fyrir starfsemi sérfræðiþjónustu og er þetta í fyrsta skipti sem ráðuneytið kannar þessa starfsemi frá því að rekstur grunnskóla fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 1996. Könnunin er unnin í samstarfi grunn- og leikskóladeildar og mats- og eftirlitsdeildar ráðuneytisins. Reglugerðin er aðgengileg á heimasíðu ráðuneytisins: www.menntamalaraduneyti.is

Heildarniðurstöður könnunarinnar verða sendar yður og jafnframt settar á heimasíðu ráðuneytisins þegar úrvinnslu er lokið.

Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur könnunarinnar til menntamálaráðuneytisins er 30. nóvember nk.
(Nóvember 2001)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum