Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2001 Innviðaráðuneytið

Netþing - unglingaþing umboðsmanns barna

Björn Bjarnason, menntamálaráðherra setur Netþing 2001
Björn Bjarnason, menntamálaráðherra setur Netþing 2001

Netþing - unglingaþing umboðsmanns barna árið 2001



Björn Bjarnason, menntamálaráðherra setur Netþing 2001.
Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna og Jóhanna María Eyjólfsdóttir,
aðstoðarmaður menntamálaráðherra fylgjast með samræðum ráðherra
og þingfulltrúa á Netinu. Nánar um Netþing á www.barn.is

Undanfarin tvö ár hefur á vegum umboðsmanns barna verið efnt til Netþings þar sem að 63 þingfulltrúar fjalla um tiltekin umræðuefni. Netfundir voru haldnir vikulega og fór starfið aðallega fram í nefndum, sem valdar voru í upphafi þingsins. Hver nefnd fjallaði um tiltekið umræðuefni á lokaðri spjallrás. í fyrra voru þingfulltrúar á aldrinum 12-15 ára og komu úr 25 grunnskólum. Í ár voru þingfulltrúar 16-17 ára og komu úr framhaldsskólum. Netþingið í ár stóð frá 9. október til 29. október. Því lauk svo með opinberum fundi þann 5. nóvember 2001 þar sem þátttakendur hittust augliti til auglitis og fóru yfir samþykktir þingsins í heyranda hljóði að viðstöddum gestum og fjölmiðlafólki.

Ungmennavefur Alþingis

Ríkisstjórnar- og ráðherratal frá 1904



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta