Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2001 Matvælaráðuneytið

FAO ráðstefna í Róm 2. - 13. nóvember.

Fréttatilkynning


Þrítugasta og fyrsta aðalráðstefna FAO í Róm hófst 2. nóvember sl. og mun hún standa yfir til 13. nóvember.

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra ávarpaði ráðstefnuna á upphafsdegi hennar og lagði til að samþykkt yrði ályktun Reykjavíkurráðstefnunnar um ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi sjávar, en hún var haldin af FAO og íslenskum stjórnvöldum með stuðningi Norðmanna, 1.-4. október síðastliðinn. Sjávarútvegsráðherra lagði sérstaka áherslu á þann hluta ályktunarinnar sem fjallar um áhrif fiskveiða á vistkerfið og áhrif vistkerfisins á fiskveiðar.

Reykjavíkurráðstefnan og niðurstaða hennar hefur hlotið góða kynningu á aðalráðstefnunni og hefur umræða um ályktunina verið jákvæð.

Dagana fyrir ráðstefnuna hélt FAO-ráðið fund, en í ráðinu sitja 49 þjóðir af þeim 182 sem eiga aðild að FAO. Ísland hefur átt sæti í ráðinu í tvö ár. Niðurstaða Reykjavíkurráðstefnunnar var þar samþykkt.

Sjávarútvegsráðuneytið 6. nóvember 2001

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta