Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2001 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Loftslagsráðstefnan í Marrakech

Umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir situr nú 7. aðildarríkjaþing Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna sem haldið er í Marrakech í Marokkó. Á þinginu er unnið að lokafrágangi samkomulags um framkvæmd Kyoto-bókunarinnar sem náðist á fundi umhverfisráðherranna í Bonn í júlí á þessu ári. Í samkomulaginu frá Bonn er meðal annars tekið á hinu svonefnda íslenska ákvæði sem gerir litlum ríkjum kleift að ráðast í verkefni sem byggjast á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa þó þau valdi aukinni losun koltvíoxíðs. Gert er ráð fyrir að ráðstefnan samþykki samkomulagið í heild næstkomandi föstudag.

Samkomulagið er forsenda þess að iðnríkin geti staðfest Kyoto-bókunina en lögð hefur verið áhersla á að þau verði sem flest búin að því fyrir leiðtogafundinn um sjálfbæra þróun sem haldinn verður í Jóhannesarborg í september 2002.

Halldór Þorgeirsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, hefur verið valinn í forsætisnefnd ráðstefnunnar til næstu tveggja ára sem formaður annarrar undirnefndar samningsins.

Frekari upplýsingar veitir Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í síma 896 4190 og Halldór Þorgeirsson, skrifstofustjóri í síma 896 2130.


Fréttatilkynning nr. 17/2001
Umhverfisráðuneytið




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta