Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2001 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samspil tungu og tækni - Ráðstefna 13. nóvember 2001

Samspil tungu og tækni


Verkefnisstjórn um tungutækni boðar til ráðstefnu í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 13. nóvember 2001kl. 13-17. Áhersla verður lögð á tvö svið tungutækni, annars vegar málsöfn og meðferð texta og hins vegar tal og talgreiningu. Björn Bjarnason menntamálaráðherra mun á ráðstefnunni greina frá stuðningi ráðuneytisins við tungutækniverkefni og opna nýjan vef með ítarlegum upplýsingum um tungutækni.

DAGSKRÁ
13:00-13:15 Skráning

13:15-13:20 Ráðstefnan sett
Höskuldur Þráinsson prófessor

13:20-13:35 Ávarp
Björn Bjarnason menntamálaráðherra

13:35-14:25 Málsöfn og notkun þeirra
Anders Nøklestad tæknistjóri, Tekstlaboratoriet í Osló
Erindið verður flutt á ensku

14:25-15:15 Tal og talgreining
Björn Granström, prófessor og yfirmaður Centre for Speech Technology í Stokkhólmi
Erindið verður flutt á ensku

15:15-15:45 Kaffihlé

15:45-16:00 Að kenna tölvum rétta íslensku
Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur

16:00-16:15 Áhrif tungutækni á símtölvunarlausnir
Björn Jónsson tölvuverkfræðingur

16:15-16:30 Raddkennsl – tungutækni í ljósi reynslunnar
Örn Kaldalóns kerfisfræðingur

16:30-16:45 Meistaranám í tungutækni við Háskóla Íslands
Eiríkur Rögnvaldsson prófessor

16:45-17:00 Fyrirspurnir og umræður

17:00-18:00 Léttar veitingar

Ráðstefnustjóri verður Höskuldur Þráinsson prófessor.
Aðgangur er ókeypis, en ráðstefnugestir eru beðnir að tilkynna þátttöku með tölvupósti á netfangið
[email protected] eða í síma 551-1730.
Frekari upplýsingar veita Rögnvaldur Ólafsson, verkefnisstjóri tungutækniverkefnisins, netfang: [email protected] og Ari Arnalds, formaður verkefnisstjórnar um tungutækni, netfang: [email protected].

(nóvember 2001)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum