Félags- og tómstundastarf fyrir ungt fólk í sveitarfélögum.
Til ýmissa aðila
Félags- og tómstundastarf fyrir ungt fólk í sveitarfélögum.
Betra mannlíf - betri byggð
Betra mannlíf - betri byggð
Menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Æskulýðsráð ríkisins efna til ráðstefnu, fimmtudaginn 22. nóvember nk. um félags- og tómstundastarf fyrir ungt fólk í sveitarfélögum.
Ráðstefnan verður haldin að Borgartúni 6, Reykjavík, 4. hæð og stendur frá kl. 09:45-15:30.
Dagskrá ráðstefnunnar skiptist í megindráttum í tvennt, framsögur og umræður í umræðuhópum sem munu í lok dagsins kynna niðurstöður sínar. Ráðstefnuhaldarar sjá fyrir hópstjórum og riturum í hvern umræðuhóp, en afar mikilvægt er að sjónarmið leiðandi aðila í starfi ungs fólks komi fram í umræðunni.
Til ráðstefnunnar eru sérstaklega boðaðar bæjar- og sveitarstjórnir; bæjar- og sveitarstjórar; æskulýðs- og tómstundanefndir og – ráð sveitarfélaga; starfsmenn sveitarfélaga, sem vinna að félags- og tómstundamálum fyrir ungt fólk; samtök ungs fólks í sveitarfélögum og félög og félagasamtök, sem vinna að félags- og tómstundamálum fyrir ungt fólk.
Dagskrá ráðstefnunnar fylgir hjálögð. Sérstök athygli er vakin á því að þess er óskað að þátttaka tilkynnist fyrir 20. nóv. nk. í síma 515 4900, faxnúmer 515 4903, eða með því að senda tölvupóst á póstfangið sigridur@samband. is. Ráðstefnugjald er kr. 3.000.-. Innifalið í því er léttur hádegisverður og kaffi, ásamt meðlæti.
(Nóvember 2001)