Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2001 Utanríkisráðuneytið

Undirritun alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna gegn skipulagðri alþjóðlegri glæpastarfsemi.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 116


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra undirritaði í New York í gær, 15. nóvember 2001, bókun við alþjóðasamning Sameinuðu þjóðanna gegn skipulagðri alþjóðlegri glæpastarfsemi. Bókunin fjallar um bann við ólöglegri framleiðslu og dreifingu á vopnum, vopnahlutum, vopnabúnaði og skotfærum. Samningurinn sjálfur var undirritaður af Íslands hálfu í desember á síðastliðnu ári ásamt tveimur öðrum bókunum við hann, annars vegar um baráttu gegn ánauð og misnotkun kvenna og barna og hins vegar um aðgerðir gegn smygli á ólöglegum innflytjendum.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 16. nóvember 2001.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta