Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2001 Matvælaráðuneytið

Kynning á Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD)

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 22/2001



Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti heldur kynningarfund um Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu þann 22. nóvember n.k. Fundurinn hefst kl. 8:30 á Radisson SAS, Hótel Sögu, fundarsal A. Kynnt verða fjárfestingatækifæri í Mið- og Austur-Evrópu á vegum Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu, en bankinn hefur það meginmarkmið að stuðla að markaðsbúskap í löndum Mið- og Austur-Evrópu. Bankinn er alþjóðastofnun og sinnir hlutverki sínu með verkefnafjármögnun. Hann gætir viðurkenndra meginreglna bankastarfsemi í öllum sínum viðskiptum. EBRD veitir lán til verkefna eða gerist hluthafi í fyrirtækjum, bæði hjá einkaðilum og hinu opinbera. Bankinn er stærsti lánveitandinn í Mið- og Austur-Evrópu.
Nú gefst íslenskum fyrirtækjum og ráðgjöfum kostur á að kynnast starfsemi EBRD og þeim tækifærum sem þar standa til boða. Fjallað verður um aðkomu að fjárfestingum bankans annars vegar og hins vegar ráðgjöf og tækniaðstoð sem bankinn sinnir í þeim löndum sem hann starfar í.
Að loknu ávarpi iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, munu eftirfarandi flytja erindi:
    • Peter Engström, framkvæmdastjóri skrifstofu Íslands, Svíðþjóðar og Eistlands hjá EBRD og fulltrúi í stjórn bankans.
    • Ulf Linders, yfirmaður markaðsmála EBRD á Norðurlöndum.
    • Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco og Balkanpharma.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
8:30 – 8:45 Skráning
8:45 – 8:50 Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðaherra
8:50 – 9:40 Almenn kynning á EBRD, þ.e. skipulagi , starfsemi og markmiðum bankans ásamt kynningu á íslenska ráðgjafasjóðnum - Peter Engström
9:40 – 10:30 "Að eiga viðskipti við EBRD" - Ulf Linders
10:30 – 10:45 Kaffihlé
10:45 – 11:15 "Fjárfestingar í Búlgaríu í samstarfi við EBRD" - Sindri Sindrason
11:15 – 12:00 Spurningar og svör
12:00 Lokaorð

Fundarstjóri er Þorgeir Örlygsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.

Athygli er vakin á því að fyrirtækjum gefst kostur á einkafundum með Peter Engström og Ulf Linders eftir kynningarfundinn. Þeim sem óska eftir slíkum fundi er vinsamlegast bent á að bóka fundartíma fyrirfram í síma 560 9070. Takmarkaður fjöldi. Kynningarfundurinn er öllum opin og gert er ráð fyrir að honum ljúki um kl. 12:00.
Reykjavík, 20. nóvember 2001.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta