Fréttatilkynning 40/2001: Í átt til bættrar lögreglusamvinnu
Í átt til bættrar lögreglusamvinnu
Málþing 23. nóvember 2001
Fréttatilkynning
Nr. 40/ 2001
Síðari hluta árins 2001 gegnir Ísland formennsku í Schengensamstarfinu á vettvangi ráðherra og háttsettra embættismanna. Af því tilefni hefur Ísland boðað til málþings föstudaginn 23. nóvember 2001 undir yfirskriftinni "Towards Enhanced Police Cooperation" sem útlegst á íslensku "í átt til bættrar lögreglusamvinnu". Verður málþingið haldið á Grand Hótel í Reykjavík og til þess boðið fulltrúum aðildarríkja Evrópusambandsins, Noregs og þeirra ríkja sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu. Einnig munu sitja málþingið fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB, ráðherraráðs ESB og Europol. Gert er ráð fyrir að um 80 manns sæki málþingið.
Markmið málþingsins er að fara yfir stöðu lögreglusamvinnu í Evrópu í breyttu umhverfi, leggja mat á árangur lögreglusamvinnu í Evrópu og hvort þau markmið sem sett voru með margvíslegum aðgerðum til að auka slíka samvinnu hafi náðst. Jafnframt verður horft til framtíðar í þessu sambandi og metið hvort nýlegir atburðir t.d. hryðjuverk og skipulagðar óeirðir á alþjóðlegum fundum svo og einstakar tegundir afbrota kalli á nýjar og breyttar starfsaðferðir. Sérstaklega verður vikið að svæðisbundnu lögreglusamstarfi, t.d. á milli Norðurlandanna.
Fyrirlesarar á málþinginu eru fræðimenn, háttsettir embættismenn og menn sem vinna í daglegum störfum sínum við alþjóðlega lögreglusamvinnu.
Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra mun setja málþingið kl. 9.00 en stjórnandi þess verður Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra Íslands í Brussel.
Dagskrá málþingsins fylgir hér að neðan. Málþingið, sem fram fer á ensku, er opið blaða- og fréttamönnum.
Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
22. nóvember 2001.
22. nóvember 2001.
_____________________________________________________________________
- towards enhanced police cooperation -
_____________________________________________________________________
Friday 23 November 2001
9.00 Opening of the Seminar
Mrs. Sólveig Pétursdóttir, Minister of Justice, Iceland.
9.15 Police-cooperation and mutual assistance in criminal matters. Cultural differences, a problem or a challenge.
Mr. Coen Mulder, Lecturer in Criminal Law, University of Amsterdam.
10.00 Police cooperation from the standpoint of a central co-ordinator. Are new challenges sufficiently met?
Mr. Manfred Seitner, Head of co-operation with NON-EU States Unit, Europol.
10.45 Coffee break
11.15 Iceland's participation in international police co-operation. Some thoughts about the future of police work.
Mr. Haraldur Johannessen, National Commissioner of the Icelandic Police.
12.00 Lunch Break
13.15 Improvement of direct operational cooperation among law enforcement services.
Mr. Patrick Zanders, Chief-commissioner and Director of the International Police Co-operation Policy Division of the Federal Police, Belgium.
14.00 Enhanced police co-operation. Perspective and the role of the European Commission.
Mr. Michel Magnier, Principal Administrator, European Commission.
14.45 Police cooperation in crossborder areas.
Mr. Juan José Mata Pascual, Head of the Bilateral Cooperation Section, General Directorate of Aliens and Borders, Spanish National Police.
15.30 Coffee break16.00 Experience and problems in the context of cross border police cooperation under the Schengen acquis and possible approaches to the development of intensified cross border police cooperation.
Mr. Jost Buch, Kriminaloberrat, Bundesministerum des Innern, Germany.
16.45 Summary -Conclusions
17.15 End of seminar
Chairman: Mr. Gunnar Snorri Gunnarsson, Ambassador.