Heimsókn Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, 27. nóvember 2001.
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr.120
Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, kemur til Íslands á morgun, þriðjudaginn 27. nóvember 2001, til viðræðna við Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Sameiginleg hagsmunamál Íslands og Noregs, þ.m.t. Evrópumálin, verða efst á baugi í viðræðum ráðherranna. Önnur mál á dagskrá fundarins eru baráttan gegn hryðjuverkum og öryggismál, m.a. stækkun Atlantshafsbandalagsins og framtíðartengsl bandalagsins og Rússlands.
Að fundinum loknum boða utanríkisráðherrarnir til blaðamannafundar og hefst hann kl. 19:00 í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 26. nóvember 2001