Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2001 Forsætisráðuneytið

Tilkynning til Verðbréfaþings Íslands

26. nóvember 2001

Tilkynning til Verðbréfaþings Íslands

English

Sala hlutafjár í Landssíma Íslands hf. til kjölfestufjárfestis miðar vel áfram. Í kjölfar þess að sjö óbindandi tilboð bárust í lok síðasta mánaðar ákvað framkvæmdanefnd um einkavæðingu að fengnum tillögum PricewaterhouseCoopers að bjóða þremur þeirra að halda áfram og skila inn bindandi lokatilboði í lok þessa mánaðar. Bjóðendurnir hafa undanfarið lagt í mikla vinnu við að kynna sér nánar rekstur Landssíma Íslands og undirbúa tilboð sín.

Ósk hefur nú komið fram frá þátttakendum í þessum síðasta áfanga söluferilsins að skilafrestur bindandi lokatilboða verði framlengdur og hefur framkvæmdanefnd um einkavæðingu ákveðið að veita frest til 7. desember nk.


Framkvæmdanefnd um einkavæðingu

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta