Hoppa yfir valmynd
8. desember 2001 Forsætisráðuneytið

Tilboð í Landssíma Íslands

8. desember 2001

Bindandi tilboð í Landssíma Íslands hf.

Fréttatilkynning

Frestur til að skila inn lokatilboðum í svokallaðan "kjölfestuhlut" í Landssíma Íslands hf. rann út kl. 18 í gær. Um er að ræða 25% hlut og heimild til að kaupa 10% til viðbótar á næsta ári. Þrír aðilar voru valdir á grundvelli óbindandi tilboða til að taka þátt í þessum síðasta hluta söluferilsins. Tvo tilboð bárust og mun framkvæmdanefnd um einkavæðingu fara yfir tilboðin á næstu dögum. Tilboðin eru frá TeleDanmark í Danmörku og bandaríska fjárfestingarsjóðnum Providence, sem m.a. er stærsti hluthafi Eircom á Írlandi. Tilboðin fela í sér þrjá efnisþætti, þ.e.a.s. verð, lýsingu á áformum um áherslur í rekstri og mögulega kosti samlegðaráhrifa í samstarfi Símans við önnur símafyrirtæki. Frekari upplýsingar um innihald tilboðanna verða ekki veittar fyrr en að loknum viðræðum við bjóðendur.

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta