Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýtt hættumat fyrir Neskaupstað


Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, staðfesti í dag nýtt hættumat fyrir Neskaupstað. Er um að ræða fyrsta hættumatið sem gert er skv. reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.
Samkvæmt reglugerðinni eru skilgreind viðmið um ásættanlega árlega áhættu einstaklings m.t.t. ofanflóða og er slíkt nýmæli hér á landi. Undirbúningur málsins hefur verið langur og hafa fjölmargir innlendir og erlendir sérfræðingar komið að því.
Með breytingum á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997 voru öll staðfest hættumöt felld úr gildi og er því hættumatið fyrir Neskaupstað eina gildandi hættumatið vegna ofanflóða. Unnið er að hættumati fyrir Siglufjörð, Seyðisfjörð, Ísafjörð og Eskifjörð og stefnt er að því að staðfesta þau á næstu mánuðum.

Fréttatilkynning nr. 1/2002
Umhverfisráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta