Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Viðmið eftirlitsnefndar við árlega athugun árið 2001


Nánari lýsing á ferli athugunarinnar:

I. Útreikningur á heildareinkunn við mat á fjárhagsstöðu

i. Útreiknaðri lykiltölu fyrir hvert sveitarfélag er gefin einkunn á kvarðanum 0-10
ii. Reiknuð er út heildareinkunn allra lykiltalnanna miðað við gefið vægi þeirra.
iii. Þau sveitarfélög þar sem útreiknuð heildareinkunn er lægri en 5,0 voru skoðuð sérstaklega.

II. Við mat á lítilli framlegð
Skoðuð voru sérstaklega þau sveitarfélög þar sem framlegð sveitarsjóðs var lægri en 10% af skatttekjum og þar sem óráðstafaðar tekjur ársins 2000 voru neikvæðar.

Útreikningur á skuldaþaki.
Útreiknað skuldaþak sýnir hversu miklar skuldir sveitarfélagið þolir til lengri tíma miðað við greiðslugetu þess á grundvelli framlegðar og forsendna um meðalvexti lána og endurgreiðslutíma. Skuldaþak sveitarfélags er reiknað sem núvirði þeirrar framlegðar sem ráðstafa má til hreinna afborgana og vaxta á þeim tíma sem eðlilegt getur talist að sveitarfélag greiði upp núverandi skuldir sínar.

Við útreikning á skuldaþaki var stuðst við eftirfarandi forsendur:
Meðalvextir: 6,5%
Hlutfall framlegðar til greiðslu afborgana og vaxta af lánum: 50,0%
Endurgreiðslutími lána: 25 ár


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta