Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2002 Matvælaráðuneytið

Nr. 02/2001 - Minnisblað um kúariðu og innflutning matvæla

Fréttatilkynning nr. 02/2001


Fréttatilkynning

frá landbúnaðarráðuneyti, umhverfisráðuneyti og
sjávarútvegsráðuneyti




Landbúnaðarráðherra lagði eftirfarandi minnisblað um kúariðu og innflutning matvæla fyrir fund ríkisstjórnar í morgun, einnig fyrir hönd umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra:


Matvælaráð og Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir (SSUS) kom saman þann 17. þ.m. til að fjalla um hugsanlega hættu á að kúariðusmit berist til landsins með innfluttum matvælum. Ofangreindir aðilar telja ekki þörf á bráðaviðbrögðum en þeir samþykktu að leggja til við landbúnaðarráðherra, sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra eftirfarandi aðgerðir til að fyrirbyggja sem kostur er að kúariðusmitefni berist til landsins með matvælum og efnum til matvælavinnslu:


1. Að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt byggða á fyrirliggjandi gögnum á hugsanlegri hættu sem neytendum stafar af neyslu á vörum sem innihalda innflutt nautakjöt eða nautakjötsafurðir.


2. Að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt á lögum, reglum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands (s.s. WTO og EES) sem snúa að innflutningi matvæla. Í úttektinni skal koma fram
* skipting ábyrgðar og verkefna einstakra eftirlitsaðila og
* til hvaða stjórnsýsluaðgerða megi grípa, gerist þess þörf.


Fulltrúar ráðuneytanna hafa yfirfarið ofangreindar tillögur og leggja til að ríkisstjórnin veiti fjármagn til verksins. Áætlaður heildarkostnaður er kr. 3.2 milljónir. Lagt er til að landbúnaðarráðuneytinu verði falið að annast kostnaðarþætti málsins.


Ráðuneytin leggja jafnframt til að Vilhjálmi Rafnssyni, prófessor í heilbrigðisfræði, og Ólafi Oddgeirssyni, dýralækni, verði falið að vinna fyrrnefndu úttektina en Eiríki Tómassyni, lagaprófessor, og Skúla Magnússyni, lektor, verði falið að vinna þá síðarnefndu.


Lögð skal áhersla á að úttektunum verið lokið sem fyrst, þeirri fyrrnefndu eigi síðar en 15. febrúar n.k. og þeirri síðarnefndu eigi síðar en þann 1. mars n.k..


Ríkisstjórn samþykkti tillögur ráðherranna.

Í landbúnaðarráðuneytinu, 19. janúar 2001

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta