Auglýsing nr. 38/2002 um breytingu á gjaldskrá fyrir skráningu ökutækja, nr. 84 30. janúar 1997.
Auglýsing nr. 38/2002
um breytingu á gjaldskrá fyrir skráningu ökutækja,
nr. 84 30. janúar 1997
1. gr.
3. gr., sbr. auglýsingu nr. 795 29. desember 1998, orðist svo:
Gjald fyrir skráningarmerki skal vera 2.815 kr. hvert merki.
Gjald fyrir skráningarmerki sem afhent er í stað skráningarmerkis af eldri gerð skal þó vera 2.065 kr.
Eigandi ökutækis sem bera á skráningarmerki af eldri gerð (fornbifreiðir o.fl.) greiðir kostnað við gerð þeirra.
Gjald fyrir vörslu skráningarmerkja sem eigandi ökutækis leggur inn hjá skráningarstofu eða aðila í umboði hennar skal vera 1.500 kr. Gjaldið greiðist fyrirfram.
Gjald fyrir aðra vörslu skráningarmerkja umfram einn mánuð skal vera 1.500 kr.
2. gr.
Auglýsing þessi sem sett er samkvæmt 64. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast gildi 21. janúar 2002.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 17. janúar 2002.
F. h. r.
Björn Friðfinnsson
F. h. r.
Björn Friðfinnsson
Ólafur W. Stefánsson