Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fjárhagsaðstoð í velferðarsamfélagi

Fjárhagsaðstoð í velferðarsamfélagi
Málþing á Grand Hótel í Reykjavík
Föstudaginn 1. febrúar 2002, kl. 12.30–17

Dagskrá

12.30–13.00 Skráning og afhending gagna

Setning: Páll Pétursson félagsmálaráðherra
Fundarstjóri: Elín R. Líndal formaður byggðarráðs Húnaþings vestra.

I. Þróun fjárhagsaðstoðar og reglur sveitarfélaganna
Kristinn Karlsson félagsfræðingur á Hagstofu Íslands:
Þróun fjárhagsaðstoðar og norrænn samanburður.
Anný Ingimarsdóttir félagsráðgjafi:
Sami vandi — ólík aðstoð, niðurstöður könnunar á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
Ellý A. Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík:
Þróun fjárhagsaðstoðar undanfarin ár: Niðurstöður úr rannsóknum.

Kaffihlé kl. 14.15–14.35

II. Félagsþjónusta á landsbyggðinni — ólíkar aðstæður
Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði:
Uppbygging félagsþjónustu og samnýting starfskrafta.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson sveitarstjóri Rangárvallahrepps:
Félagsþjónusta með og án sérhæfðra starfsmanna.
Gunnar Sandholt félagsmálastjóri í Sveitarfélaginu Skagafirði:
Bjartur á bísanum? Nokkrar hugleiðingar um fjárhagsaðstoð í dreifbýli og þéttbýli.

Kaffihlé kl. 15.30–16.00

III. Hugmyndafræði og ólík sjónarmið
Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar:
Aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar.
Unnur Ingólfsdóttir félagsmálastjóri í Mosfellsbæ:
Hvaða sjónarmið liggja að baki reglum Mosfellsbæjar um fjárhagsaðstoð?
Sigríður Jónsdóttir framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík:
Hvaða sjónarmið liggja að baki reglum Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð?

Málþingsslit: Ingibjörg Broddadóttir deildarstjóri í félagsmálaráðuneyti.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síðasta lagi á hádegi fimmtudaginn 31. janúar til félagsmálaráðuneytis í síma 560 9100 eða með skráningarformi sem er að finna hér á heimasíðu ráðuneytisins.

Málþingsgjald er 1.500 kr.

Að loknu málþingi verða léttar veitingar í boði félagsmálaráðherra


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta