Hoppa yfir valmynd
29. janúar 2002 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samningur við Fjölís um ljósritun í skólum

Til skólastjórnenda grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla
Skólaskrifstofa
Sambands íslenskra sveitarfélaga


Samningur við Fjölís um ljósritun í skólum

Menntamálaráðuneytið og Fjölís, samtök rétthafa, hafa gert samning á grundvelli höfundalaga um heimild til ljósritunar úr vernduðum verkum til notkunar við kennslu í grunnskólum, og við kennslu, rannsóknir, stjórnun og önnur störf í framhaldsskólum og háskólum. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. september 1999 og til 31. ágúst 2005.
    Fjölföldun samkvæmt samningi þessum er eingöngu heimil til viðbótar og fyllingar öðru kennsluefni svo og venjulegum kennslubókum og að öðru leyti með þeim takmörkunum sem hér segir:
      a. Aðeins má fjölfalda stutta þætti úr hverju útgefnu efni og 20% hið mesta, þó aldrei meira en 30 blaðsíður.
      b. Fyrir hverja bekkjardeild má hver kennari aðeins fjölfalda af tilteknum hluta útgefið efni, sem nemur einu eintaki á hvern nemanda á kennsluári, auk nauðsynlegra eintaka fyrir hann sjálfan.
      c. Fjölföldun er aðeins heimil til bráðabirgðanota og því ekki til geymslu í birgðum.
      d. Samningurinn heimilar ekki fjölföldun sem talist getur útgáfa og gera skal útgáfusamning um. Fjölföldun efnis til dreifingar meðal almennings telst útgáfa og er því ekki leyfileg.
        Í hvert skipti sem ljósrit er gert skal jafnframt koma fram nafn höfundar og útgefanda, ásamt upplýsingum um heiti rits og uppruna.

        Menntamálaráðuneytið beinir því til skólayfirvalda að þeir kynni starfsmönnum sínum meðfylgjandi samning og hengi veggspjaldið upp við ljósritunarvélar.
          (Janúar 2002)

          Hafa samband

          Ábending / fyrirspurn
          Ruslvörn
          Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

          Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

          Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta