Auglýsing: Skrifstofustjóri á lagaskrifstofu
Auglýsing
Skrifstofustjóri á lagaskrifstofu
Starf skrifstofustjóra á lagaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er laust til umsóknar.
Í starfi skrifstofustjóra lagaskrifstofu felst að hafa umsjón með gerð lagafrumvarpa og reglugerða á vegum ráðuneytisins og störfum nefnda, sem vinna að löggjafarmálefnum á vegum ráðuneytisins. Þá hefur skrifstofustjóri m.a. umsjón með samskiptum ráðuneytisins við nefndir Alþingis vegna löggjafarmálefna og sinnir margvíslegum erlendum samskiptum einkum á vettvangi Evrópuráðsins og í norrænni samvinnu um samræmingu löggjafar á sviði ráðuneytisins.
Umsækjandi skal hafa lokið embættisprófi í lögfræði. Mjög góð kunnátta í ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli er áskilin
Sú regla gildir hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess að hafa skal í heiðri jafnrétti kynjanna við stöðuveitingar.
Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2002. Æskilegt er sá sem skipaður er í starfið geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir þar sem umsækjandi óskar nafnleyndar verða ekki teknar gildar.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
31. janúar 2001
31. janúar 2001