Ráðstefna um EES-samninginn og íslensk sveitarfélög
Ráðstefnan verður haldin í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, Hamraborg 6 og mun standa frá u.þ.b. kl. 13:00-17:30. Ráðstefnustjóri verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Ráðstefnugjald er 3.500 krónur. Veitingar eru innifaldar í þátttökugjaldi. Þátttaka óskast tilkynnt skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga eigi síðar en 5. febrúar næstkomandi, í síma 515 4900, á myndsendi númer 515 4903 eða á tölvupóstfangið [email protected].
Nánari upplýsingar: www.samband.is