Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2002 Forsætisráðuneytið

Staða viðræðna við TDC

Reykjavík
5. febrúar

Fréttatilkynning


Staða viðræðna við TDC

Vegna fréttar í hádegisfréttum RÚV í dag varðandi samningaviðræður við TDC skal eftirfarandi tekið fram:

PricewaterhouseCoopers f.h. framkvæmdanefndar um einkavæðingu sendi TDC bréf í gær þar sem fyrirtækinu var greint frá að á næsta viðræðufundi yrði farið yfir niðurstöðu ársreiknings 2001 og endurskoðaða rekstraráætlun 2002 en hvort tveggja verður tilbúið fljótlega. Jafnframt var TDC greint frá því að framkvæmdanefnd um einkavæðingu áskyldi sér rétt til að eiga viðræður við aðra aðila sem sýnt hafa sölunni áhuga að undanförnu. Því er rangt að viðræðum við TDC hafi verið slitið af hálfu nefndarinnar. Þá er það miður að TDC virðist að undanförnu kjósa að bera nefndinni skilaboð í gegnum fjölmiðla. Nefndin mun á fundi síðar í vikunni taka ákvörðun um framhald málsins.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta