Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2002 Matvælaráðuneytið

Frumvarp til laga um virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal og stækkun Kröfluvirkjunar

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 1/2002





Á fundi ríkisstjórnar í morgun lagði iðnaðarráðherra fram frumvarp til laga um virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal og stækkun Kröfluvirkjunar. Tilgangur frumvarpsins er að afla lagaheimilda fyrir virkjunarframkvæmdum vegna stóriðjuframkvæmda sem áformað er að ráðast í á næstu árum á Austurlandi en í 10. gr. orkulaga nr. 58/1967 segir að Alþingi veiti leyfi til að reisa og reka virkjanir stærri en 2 MW. Í frumvarpinu er lagt til að Alþingi heimili Landsvirkjun að reisa og reka vatnsaflsvirkjun í Fljótsdal (Kárahnjúkavirkjun) með allt að 750 MW afli og virkja til þess í tveimur áföngum vatnsföllin Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal. Þá er í frumvarpinu lagt til að iðnaðarráðherra verði heimilað að veita Landsvirkjun leyfi til að stækka Kröfluvirkjun í allt að 220 MW.


Raforkuþörf álvers í Reyðarfirði er áætluð 3.850 GWstundir á ári vegna fyrri áfanga en tæplega 2.000 GWstundir á ári vegna síðari áfanga. Gert er ráð fyrir að raforkuþörf vegna álversins verði mætt með eftirfarandi framkvæmdum:
Fyrri áfangi álvers:
    • fyrri áfangi Kárahnjúkavirkjunar, þ.e. virkjun Jökulsár á Brú með gerð Hálslóns, og
    • Fljótsdalslínur 3 og 4.

Síðari áfangi álvers:
    • síðari áfangi Kárahnjúkavirkjunar, þ.e. virkjun Jökulsár í Fljótsdal ásamt Hraunaveitum,
    • byggingu Bjarnarflagsvirkjunar,
    • stækkun Kröfluvirkjunar, og
    • Kröflulína 3.
Reykjavík, 6. febrúar 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta